Erlent

McDonalds tísti ókvæðisorðum að Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump er mjög hrifinn af McDonalds.
Donald Trump er mjög hrifinn af McDonalds. Vísir/Getty

Skyndibitakeðjan McDonalds rannsakar nú hvernig stóð á því að ókvæðisorðum var tíst að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Svo virðist sem að einhver hafi náð að hakka sig inn á Twitter-reikning McDonalds.

Í tístinu, sem sjá má hér að neðan, sagði að Donald Trump væri viðurstyggileg afsökun af forseta og að McDonalds vildi endilega sjá Barack Obama í starfi á nýjan leik. Einnig, að Trump væri með litlar hendur.

Tístið komst á flug í netheimum áður en því var skilmerkileg eytt af starfsmönnum McDonalds. Í tísti frá McDonalds segir að fyrirtækið hafi fengið tilkynningu frá Twitter um að Twitter-reikningur fyrirtækisins hafi verið hakkaður.

Trump, sem er mikill aðdáandi skyndibita, hefur áður sagt að McDonalds sé einn af uppáhaldsveitingastöðum hans. Fagnaði hann meðal annars sigri í forkosningum Repúblikana á síðasta ári með því að gæða sér á hamborgara og frönskum frá McDonalds.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira