Erlent

Merkel heimsækir Pútín í maí

Angela Merkel sækist eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands, en þýsku þingkosningarnar fara fram í september.
Angela Merkel sækist eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands, en þýsku þingkosningarnar fara fram í september. Vísir/AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari hyggst heimsækja Moskvu þann 2. maí næstkomandi. Þar mun hún meðal annars funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Pútín greindi frá komandi heimsókn Merkel þegar hann tók á móti forsætisráðherra Bæjaralands, Horst Seehofer, fyrr í dag. Bað Pútín þar Seehofer að skila kveðju til kanslarans.

Heimsókn Merkel verður sú fyrsta sem hún fer í til Rússlands í nærri tvö ár.

Hún mun heimsækja Donald Trump Bandaríkjaforseta til Washington á morgun. Upphaflega stóð til að sá fundur færi fram á þriðjudag en honum var frestað vegna mikils óveðurs sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna fyrr í vikunni og lamaði flugsamgöngur.
Fleiri fréttir

Sjá meira