Fótbolti

Defoe aftur í landsliðið eftir langa fjarveru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe fagnar í leik með Sunderland.
Jermain Defoe fagnar í leik með Sunderland. vísir/getty

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Þýskalandi og Litháen síðar í mánuðinum.

Helst vakti athygli að Southgate kallaði á Jermain Defoe, 34 ára sóknarmann Sunderland, sem hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í nóvember 2013.

Defoe hefur skorað fjórtán mörk fyrir Sunderland á tímabilinu og er næstmarkahæsti enski leikmaður deildarinnar, á eftir Harry Kane. Kane er ekki með vegna meiðsla.

Fjórir leikmenn voru valdir sem ekki eiga landsleik að baki. Það eru Nathan Redmond og James Ward-Prowse, leikmenn Sunderland, sem og Michael Keane hjá Burnley og West Ham-maðurinn Michail Antonio.

Theo Walcott var hins vegar ekki valinn í hópinn og þá er fyrirliðinn Wayne Rooney frá vegna meiðsla, sem og Daniel Sturridge.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira