Formúla 1

Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Williams liðið bindur miklar vonir við Paddy Lowe.
Williams liðið bindur miklar vonir við Paddy Lowe. Vísir/Getty
Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu.

Lowe var settur í svokallað garðyrkjufrí í jarnúar hjá Mercedes eftir að hann ákvað að fara til Williams liðsins. Hann hefur nú hafið störf hjá Williams.

Claire Williams, liðsstjóri Williams segir að koma Lowe til liðsins sé líkleg til að breyta straumum og stefnum innan liðsins.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Williams, það var mitt fyrsta lið í Formúlu 1,“ sagði Lowe, hann vann hjá liðinu á árunum 187-1993.

„Ég er glaður að sjá að liðið er að bjóða Paddy velkominn aftur til Williams,“ sagði Claire Williams.

„Markmiðin okkar hjá Williams hafa ekkert breyst, við viljum vinna keppnir og titla, til að gera það þá verðum við að vera með besta fólkið í bransanum. Í Paddy fáum við leiðtoga sem getur leitt okkur í gegnum breytingar. Þetta er stefnubreyting fyrir okkur og við erum afar spennt fyrir framtíð liðsins“ sagði Williams að lokum.


Tengdar fréttir

Force India kynnir bleikan bíl

Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýtt útlit á bíl liðsins. Bíllinn sem var silfur-grár að megninu til er orðinn bleikur að mestu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×