Golf

Fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA-mótaröðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Vilhelm

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að byrja vel á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi sem fer fram í Phoenix en þetta er þriðja mótið hennar á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn fékk par á fyrstu sex holum dagsins en svo kom að stóru stundinni á sextándu holunni.

Ólafía Þórunn lék þessa par fjögur holu á aðeins tveimur höggum og fékk því örn.

Sjá einnig: Fylgstu með Ólafíu í beinni textalýsingu

Sextánda holan er 314 jardar eða 287 metrar. Í lýsingu á holunni á heimasíðunni er hún kölluð „A true risk-reward hole“ það er hola sem getur gefið vel fyrir þá sem eru tilbúnir að taka smá áhættu.

Kylfingar geta hinsvegar lent í vandræðum og tvöfaldur skolli er því jafnalgengur og örn.

Þetta er fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA en hún er fyrst íslenskra kylfinga til að keppa á sterkustu mótaröðinni í heimi.


Tengdar fréttir

Ólafía í sannkölluðum stjörnuráshóp

Hann er ekki amalegur félagsskapurinn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær fyrstu tvo dagana á Bank of Hope Founders meistaramótinu en mótið er liður í LPGA-mótaröðinni.Fleiri fréttir

Sjá meira