Golf

Fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA-mótaröðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Vilhelm

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að byrja vel á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi sem fer fram í Phoenix en þetta er þriðja mótið hennar á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn fékk par á fyrstu sex holum dagsins en svo kom að stóru stundinni á sextándu holunni.

Ólafía Þórunn lék þessa par fjögur holu á aðeins tveimur höggum og fékk því örn.

Sjá einnig: Fylgstu með Ólafíu í beinni textalýsingu

Sextánda holan er 314 jardar eða 287 metrar. Í lýsingu á holunni á heimasíðunni er hún kölluð „A true risk-reward hole“ það er hola sem getur gefið vel fyrir þá sem eru tilbúnir að taka smá áhættu.

Kylfingar geta hinsvegar lent í vandræðum og tvöfaldur skolli er því jafnalgengur og örn.

Þetta er fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA en hún er fyrst íslenskra kylfinga til að keppa á sterkustu mótaröðinni í heimi.


Tengdar fréttir

Ólafía í sannkölluðum stjörnuráshóp

Hann er ekki amalegur félagsskapurinn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær fyrstu tvo dagana á Bank of Hope Founders meistaramótinu en mótið er liður í LPGA-mótaröðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira