Viðskipti innlent

Ríkisstjórnin ætlar að stemma stigu við styrkingu krónunnar

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar

Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar.

Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.

Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunar
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar.

„Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.

Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?
Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar.

„Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt.

Í dag eru um  22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend.

„Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.

Aðgerðir kynntar í þessum mánuði
Hann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.

Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar?

„Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.

Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtum
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum.

„Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir MárAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850