Bíó og sjónvarp

Sýndu Fríðu og dýrið á fjölförnum gatnamótum

Samúel Karl Ólason skrifar
James Corden í hlutverki Bellu.
James Corden í hlutverki Bellu.

Þáttastjórnandinn James Corden fékk þá Dan Stevens, Luke Evans og Josh Gad úr Beauty and the Beast til að hjálpa sér við að setja upp söngleikinn á fjölförnum gatnamótum í Los Angeles.

Corden var í hlutverki Bellu og Stevens í hlutverki dýrsins, en óhætt er að segja að Corden hafi verið frekar ánægður með eigin framkomu.

Þar sem söngleikurinn er fluttur á gatnamótum þurftu leikararnir ítrekað að hlaupa undan bílum reglulega.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Corden fær leikara með sér í að flytja verk á umræddum gatnamótum. Í fyrra fékk hann Seth Rogen og Rose Byrne til að flytja Lion King.

Árið 2015 var það Grease sem varð fyrir valinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira