Bíó og sjónvarp

Sýndu Fríðu og dýrið á fjölförnum gatnamótum

Samúel Karl Ólason skrifar
James Corden í hlutverki Bellu.
James Corden í hlutverki Bellu.

Þáttastjórnandinn James Corden fékk þá Dan Stevens, Luke Evans og Josh Gad úr Beauty and the Beast til að hjálpa sér við að setja upp söngleikinn á fjölförnum gatnamótum í Los Angeles.

Corden var í hlutverki Bellu og Stevens í hlutverki dýrsins, en óhætt er að segja að Corden hafi verið frekar ánægður með eigin framkomu.

Þar sem söngleikurinn er fluttur á gatnamótum þurftu leikararnir ítrekað að hlaupa undan bílum reglulega.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Corden fær leikara með sér í að flytja verk á umræddum gatnamótum. Í fyrra fékk hann Seth Rogen og Rose Byrne til að flytja Lion King.

Árið 2015 var það Grease sem varð fyrir valinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira