Íslenski boltinn

Þórir með þrennu í seinni hálfleik | Sigrar hjá Fjölni og Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Guðjónsson.
Þórir Guðjónsson. Vísir/Pjetur

Þórir Guðjónsson skoraði þrennu í kvöld þegar Fjölnir vann 5-2 sigur á Leikni R. í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Stjarnan vann 2-1 sigur á Fram.

Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna í Lengjubikarnum í sumar en liðið var búið að tapa þremur fyrstu leikjum sínum.

Brynjar Hlöðversson kom Leikni í 1-0 í byrjun leiks en Marcus Solberg kom Fjölni yfir með tveimur mörkum fyrir hálfleik.

Þórir Guðjónsson skoraði síðan þrennu í seinni hálfleiknum og gulltryggði sigurinn. Elvar Páll Sigurðsson  náði reyndar að minnka muninn í 4-2 áður en Þórir fullkomnaði þrennuna.

Stjörnumenn unnu 2-1 sigur á Fram og eru eftir sigurinn á toppi fjórða riðils A-deildarinnar með 10 stig í fjórum leikjum.

Kristófer Konráðsson kom Stjörnunni í 1-0 á 61. mínútu en Ivan Bubalo jafnaði fyrir Fram á 73. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Hörður Árnason skoraði sigurmark Stjörnunnar sjö mínútum fyrir leikslok.

Framarar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í Lengjubikarnum í sumar og eru stigalausir ásamt Leikni F.

Upplýsingar um markaskorara fengnar af Fótbolta.netAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira