Enski boltinn

Pogba ekki með gegn Boro

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir spilamennsku sína að undanförnu.
Pogba hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir spilamennsku sína að undanförnu. vísir/getty

Paul Pogba, dýrasti fótboltamaður allra tíma, missir af leik Manchester United og Middlesbrough á sunnudaginn.

Pogba meiddist aftan í læri í upphafi seinni hálfleiks í leik United og Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær og þurfti að fara af velli.

Pogba verður ekki með United gegn stjóralausu liði Boro í hádeginu á sunnudaginn. Hann missir væntanlega einnig af tveimur landsleikjum Frakklands síðar í mánuðinum.

United vann leikinn á Old Trafford í gær 1-0 og einvígið 2-1 samanlagt.

Dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira