Erlent

Breska leyniþjónustan hafnar því að hafa hlerað Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump hefur nú ítrekað haldið því fram að skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi verið hleraðar.
Donald Trump hefur nú ítrekað haldið því fram að skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi verið hleraðar. Vísir/AFP

Breska leyniþjónustustofnunin GCHQ hefur sent frá sér óvenjulega yfirlýsingu þar sem því er hafnað að stofnunin hafi nokkuð komið nálægt því að hlera Donald Trump forseta í kosningabaráttunni í fyrra.

Stofnunin hefur á sinni könnu að fylgjast með rafrænum samskiptum grunaðra einstaklinga og hefur yfir gríðarlegum hlerunarmöguleikum að búa.

Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að fjölmiðlafulltrúi Trumps, Sean Spicer, vitnaði í fréttir þess efnis frá Bandaríkjunum en þessu var haldið fram á fréttastöðinni Fox fyrr í vikunni.

Í yfirlýsingunni frá GCHQ segir einfaldlega að slíkar ásakanir séu þvæla, algjörlega út í bláinn og ekki til að taka mark á.

Trump hefur nú ítrekað haldið því fram að skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi verið hleraðar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira