Erlent

Tugir bar­áttu­manna fyrir mann­réttindum drepnir í Kólumbíu á síðasta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Verst er ástandið í landinu á svæðum þar sem eiturlyf eru ræktuð en kókaínframleiðsla er mikil í landinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Verst er ástandið í landinu á svæðum þar sem eiturlyf eru ræktuð en kókaínframleiðsla er mikil í landinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP

Tugir manna sem barist hafa fyrir bættum mannréttindum í Kólombíu hafi verið myrtir á síðasta ári.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Í skýrslunni eru stjórnvöld í landinu hvött til að bregðast við og veita slíku fólki viðeigandi vernd en flestir hinna myrtu sem skýrslan tekur til voru mannréttindafrömuðir eða leiðtogar í vinstisinnuðum stjórnmálasamtökum.

Verst er ástandið í landinu á svæðum þar sem eiturlyf eru ræktuð en kókaínframleiðsla er mikil í landinu.

Skýrslan varar einnig við því að þungvopnuð glæpasamtök séu nú að færa út kvíarnar í landinu og taka yfir svæði sem áður voru á valdi FARC-skæruliðanna sem lögðu niður vopn á dögunum og sömdu frið við kólumbísk stjórnvöld eftir margra áratuga vopnaðar deilur.


Tengdar fréttir

Hollande fundaði með leiðtoga FARC

Á fundi þeirra lofaði Frakklandsforseti aðstoð við að eyða jarðsprengjum í landinu og aðstoða við leit að horfnu fólki eftir hina blóðugu borgarastyrjöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira