Erlent

Tugir bar­áttu­manna fyrir mann­réttindum drepnir í Kólumbíu á síðasta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Verst er ástandið í landinu á svæðum þar sem eiturlyf eru ræktuð en kókaínframleiðsla er mikil í landinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Verst er ástandið í landinu á svæðum þar sem eiturlyf eru ræktuð en kókaínframleiðsla er mikil í landinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP

Tugir manna sem barist hafa fyrir bættum mannréttindum í Kólombíu hafi verið myrtir á síðasta ári.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Í skýrslunni eru stjórnvöld í landinu hvött til að bregðast við og veita slíku fólki viðeigandi vernd en flestir hinna myrtu sem skýrslan tekur til voru mannréttindafrömuðir eða leiðtogar í vinstisinnuðum stjórnmálasamtökum.

Verst er ástandið í landinu á svæðum þar sem eiturlyf eru ræktuð en kókaínframleiðsla er mikil í landinu.

Skýrslan varar einnig við því að þungvopnuð glæpasamtök séu nú að færa út kvíarnar í landinu og taka yfir svæði sem áður voru á valdi FARC-skæruliðanna sem lögðu niður vopn á dögunum og sömdu frið við kólumbísk stjórnvöld eftir margra áratuga vopnaðar deilur.


Tengdar fréttir

Hollande fundaði með leiðtoga FARC

Á fundi þeirra lofaði Frakklandsforseti aðstoð við að eyða jarðsprengjum í landinu og aðstoða við leit að horfnu fólki eftir hina blóðugu borgarastyrjöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira