Körfubolti

Wade úr leik í bili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wade og félagar eru í 10. sæti Austurdeildarinnar.
Wade og félagar eru í 10. sæti Austurdeildarinnar. vísir/getty

Dwayne Wade, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta, leikur ekki meira með liðinu í deildarkeppninni vegna meiðsla á olnboga.

Wade meiddist í 4. leikhluta í tapinu fyrir Memphis Grizzlies í fyrrinótt og nú er ljóst að hann missir af þeim 14 leikjum sem eftir eru af deildarkeppninni.

Wade gæti hins vegar spilað með Chicago í úrslitakeppninni, komist liðið þangað. Chicago er í 10. sæti Austurdeildarinnar með 32 sigra og 36 töp. Liðið er einum leik á eftir Detroit Pistons sem er í 8. sætinu.

Wade er á sínu fyrsta tímabili hjá Chicago en hann kom til liðsins frá Miami Heat síðasta sumar. Fyrstu 13 árin í NBA lék Wade með Miami en hann varð þrisvar sinnum meistari með liðinu.

Wade er með 18,6 stig, 4,5 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira