Körfubolti

Wade úr leik í bili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wade og félagar eru í 10. sæti Austurdeildarinnar.
Wade og félagar eru í 10. sæti Austurdeildarinnar. vísir/getty
Dwayne Wade, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta, leikur ekki meira með liðinu í deildarkeppninni vegna meiðsla á olnboga.

Wade meiddist í 4. leikhluta í tapinu fyrir Memphis Grizzlies í fyrrinótt og nú er ljóst að hann missir af þeim 14 leikjum sem eftir eru af deildarkeppninni.

Wade gæti hins vegar spilað með Chicago í úrslitakeppninni, komist liðið þangað. Chicago er í 10. sæti Austurdeildarinnar með 32 sigra og 36 töp. Liðið er einum leik á eftir Detroit Pistons sem er í 8. sætinu.

Wade er á sínu fyrsta tímabili hjá Chicago en hann kom til liðsins frá Miami Heat síðasta sumar. Fyrstu 13 árin í NBA lék Wade með Miami en hann varð þrisvar sinnum meistari með liðinu.

Wade er með 18,6 stig, 4,5 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×