Sport

Sjáið Gunnar og Jouban stíga á vigtina | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í að Gunnar Nelson og Alan Jouban mætist í búrinu í O2-höllinni í London.

Í dag stigu allir bardagakapparnir á kvöldinu á vigtina til staðfestingar um að þeir hafi náð löglegri þyngd fyrir sinn bardaga.

Um leið og kapparnir gerðu það horfðust þeir í augu í síðasta sinn fyrir bardagann annað kvöld.

Þyngd Gunnars Nelson var 170 pund eða 77 kíló og þyngd Alans Jouban var hin sama.  

Bardagakvöldið sjálft hefst svo klukkan 21.00 annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Horfa má á vigtunina bæði upp í glugganum sem og hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Mest stressaður þegar Gunni berst

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug.

Vonandi titilbardagi hjá Gunnari í lok ársins

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, sér fram á að Gunnar klári Alan Jouban sannfærandi í annarri lotu þegar þeir berjast í London á laugardaginn. Það ætti að tryggja Gunnari stóran bardaga seinna í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×