Erlent

Átján ára fangelsi fyrir að myrða Íslending í Svíþjóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árásarmaðurinn á að baki langan sakaferil.
Árásarmaðurinn á að baki langan sakaferil. Vísir/Getty

Karlmaður hefur verið dæmdur í 18 ára fangelsi í Svíþjóð fyrir að myrða Íslending, Jón Gunnar Kristinsson, á tjaldsvæði í Stokkhólmi á síðasta ári. Fréttatíminn greinir frá.

Dómur í málinu var kveðinn upp í síðustu viku. Þar segir að Jón Gunnar og morðinginn, maður að nafni Björn Kollberg, hafi átt í illdeilum. Kollberg kom á tjaldsvæðið þar sem Jón Gunnar var sofandi og vakti hann.

Upp hófst rifrildi sem endaði með því að Kollberg stakk Jón Gunnar ítrekað og sló hann í höfuðið með rörtöng. Kollberg á að baki langan sakaferil í Svíþjóð.

Jón Gunnar flutti til Svíþjóðar árið 1983, tveggja ára gamall og hafði búið þar síðan. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira