Erlent

Átján ára fangelsi fyrir að myrða Íslending í Svíþjóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árásarmaðurinn á að baki langan sakaferil.
Árásarmaðurinn á að baki langan sakaferil. Vísir/Getty

Karlmaður hefur verið dæmdur í 18 ára fangelsi í Svíþjóð fyrir að myrða Íslending, Jón Gunnar Kristinsson, á tjaldsvæði í Stokkhólmi á síðasta ári. Fréttatíminn greinir frá.

Dómur í málinu var kveðinn upp í síðustu viku. Þar segir að Jón Gunnar og morðinginn, maður að nafni Björn Kollberg, hafi átt í illdeilum. Kollberg kom á tjaldsvæðið þar sem Jón Gunnar var sofandi og vakti hann.

Upp hófst rifrildi sem endaði með því að Kollberg stakk Jón Gunnar ítrekað og sló hann í höfuðið með rörtöng. Kollberg á að baki langan sakaferil í Svíþjóð.

Jón Gunnar flutti til Svíþjóðar árið 1983, tveggja ára gamall og hafði búið þar síðan. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira