Sport

Gunnar og Jouban náðu báðir vigt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson á aldrei í vandræðum með að ná vigt.
Gunnar Nelson á aldrei í vandræðum með að ná vigt. vísir/getty

Allt er orðið klárt fyrir bardaga Gunnars Nelson og Bandaríkjamannsins Alans Joubans á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London annað kvöld. Báðir kapparnir náðu vigt í morgun.

Gunnar var slétt 170 pund eða 77 kíló þegar hann steig á vigtina í morgun en þetta staðfestir Haraldur Nelson, faðir hans og umboðsmaður, við Vísi. Jouban var einnig í réttri þyngd og því ekkert eftir hjá þeim tveimur annað en að berjast.

Áður fyrr fór formleg vigtun fram seinni partinn á föstudögum en nú fer hún fram á föstudagsmorgnum. Óformleg vigtun verður svo seinna í dag þar sem verður mikil sýning í O2-höllinni. Hún verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Allir bardagakapparnir átta sem berjast á aðalhluta bardagakvöldins á morgun náðu vigt en vigtunin tók mjög skamman tíma.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Vonandi titilbardagi hjá Gunnari í lok ársins

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, sér fram á að Gunnar klári Alan Jouban sannfærandi í annarri lotu þegar þeir berjast í London á laugardaginn. Það ætti að tryggja Gunnari stóran bardaga seinna í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira