Sport

Gunnar og Jouban náðu báðir vigt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson á aldrei í vandræðum með að ná vigt.
Gunnar Nelson á aldrei í vandræðum með að ná vigt. vísir/getty
Allt er orðið klárt fyrir bardaga Gunnars Nelson og Bandaríkjamannsins Alans Joubans á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London annað kvöld. Báðir kapparnir náðu vigt í morgun.

Gunnar var slétt 170 pund eða 77 kíló þegar hann steig á vigtina í morgun en þetta staðfestir Haraldur Nelson, faðir hans og umboðsmaður, við Vísi. Jouban var einnig í réttri þyngd og því ekkert eftir hjá þeim tveimur annað en að berjast.

Áður fyrr fór formleg vigtun fram seinni partinn á föstudögum en nú fer hún fram á föstudagsmorgnum. Óformleg vigtun verður svo seinna í dag þar sem verður mikil sýning í O2-höllinni. Hún verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Allir bardagakapparnir átta sem berjast á aðalhluta bardagakvöldins á morgun náðu vigt en vigtunin tók mjög skamman tíma.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

MMA

Tengdar fréttir

Vonandi titilbardagi hjá Gunnari í lok ársins

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, sér fram á að Gunnar klári Alan Jouban sannfærandi í annarri lotu þegar þeir berjast í London á laugardaginn. Það ætti að tryggja Gunnari stóran bardaga seinna í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×