Fótbolti

Evrópumeistararnir mæta Bayern München

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
BBC-tríóið og félagar mæta Bayern München.
BBC-tríóið og félagar mæta Bayern München. vísir/getty

Evrópumeistarar Real Madrid mæta Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Englandsmeistarar Leicester City mæta Atlético Madrid, silfurliði Meistaradeildarinnar í fyrra.

Ítalíumeistarar Juventus mæta Spánarmeisturum Barcelona. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2015 þar sem Barcelona hafði betur, 3-1.

Þá mætast tvö skemmtilegustu lið Evrópu, Borussia Dortmund og Monaco.

Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram 11. og 12. apríl og þeir seinni 18. og 19. apríl.

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar:
Atlético Madrid - Leicester
Dortmund - Monaco
Bayern München - Real Madrid
Juventus - BarcelonaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira