Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund KSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Marga sterka leikmenn vantar í íslenska liðið, þ.á.m. Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbein Sigþórsson og Birki Bjarnason.

Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu á Vísi. Hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Á fundinum var m.a. rætt um Viðar Örn Kjartansson sem mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Króatíu síðasta haust.
Fleiri fréttir

Sjá meira