Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund KSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Marga sterka leikmenn vantar í íslenska liðið, þ.á.m. Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbein Sigþórsson og Birki Bjarnason.

Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu á Vísi. Hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Á fundinum var m.a. rætt um Viðar Örn Kjartansson sem mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Króatíu síðasta haust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira