Handbolti

Karabatic og Neagu best í heimi í þriðja sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty

Frakkinn Nikola Karabatic og Rúmeninn Cristina Neagu eru besta handboltafólk ársins 2016.

Þetta er í þriðja sinn sem Karabatic og Neagu fá þessi verðlaun.

Karabatic, sem var einnig valinn bestur í heimi 2007 og 2014, hafði betur gegn dönsku stórskyttunni Mikkel Hansen og þýska markverðinum Andreas Wolff.

Karabatic var lykilmaður í franska landsliðinu sem lenti í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó og í 5. sæti á EM í Póllandi. Þá varð Karabatic franskur meistari með Paris Saint-Germain.

Neagu, sem var valinn best í heimi 2010 og 2015, varð þriðja markahæst í Meistaradeildinni, á Ólympíuleikunum og EM í Svíþjóð. Hún var valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar og EM í Svíþjóð.

Neagu, sem leikur með CSM Bucuresti í heimalandinu, hafði í baráttu við hina norsku Noru Mörk og Nycke Groot frá Hollandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira