Fótbolti

Owen: Liverpool vann Evrópudeildina í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sevilla vann Evrópudeildina 2014-16.
Sevilla vann Evrópudeildina 2014-16. vísir/getty

Minnið var eitthvað að stríða Michael Owen, fyrrum leikmanni Liverpool, Manchester United og Real Madrid, í gær.

Owen var álitsgjafi hjá BT Sport um seinni leik United og Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Owen varð á í messunni. vísir/getty

„Það er erfitt að vinna þessa keppni,“ sagði Owen.

„Liverpool þurfti að spila á móti gríðarlega sterkum liðum á leiðinni að titlinum í fyrra,“ bætti Owen við.

Svo virðist sem gamli framherjinn hafi gleymt seinni hálfleiknum í úrslitaleik Liverpool og Sevilla í fyrra.

Liverpool leiddi 1-0 í hálfleik í úrslitaleiknum í Basel í fyrra. Sevilla-menn voru hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik, skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigur í Evrópudeildinni þriðja árið í röð.

Það virðist þó hafa fennt yfir þennan seinni hálfleik í huga Owens sem skoraði 158 mörk í 297 leikjum fyrir Liverpool á árunum 1997-2004.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira