Erlent

Minniháttar fækkun hælisleitenda í ríkjum ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Sex af hverjum tíu hælisleitendum sóttu um hæli í Þýskalandi.
Sex af hverjum tíu hælisleitendum sóttu um hæli í Þýskalandi. Vísir/AFP

Um 1,2 milljónir manna sóttu um hæli í aðildarríkjum Evrópusambandsins á árinu 2016 samkvæmt nýjum gögnum frá Eurostat. Um er að ræða minniháttar fækkun borið saman við árið 2015 þegar 1,26 milljónir manna sóttu um hæli.

Hælisleitendum fækkaði allra mest í Svíþjóð, en Svíar og Danir ákváðu að herða landamæraeftirlit eftir gríðarlega aukningu hælisleitenda árið 2015.

Fækkunin í Svíþjóð nam 86 prósentum milli ára, 84 prósent í Finnlandi og 71 prósent í Danmörku. Í tölum Eurostat kemur jafnframt fram að fækkunin hafi numið 89 prósent í Noregi.

Meirihluti hælisleitenda kom frá Sýrlandi, en annars voru algengustu upprunalönd hælisleitenda Afganistan og Írak.

Sex af hverjum tíu hælisleitendum sóttu um hæli í Þýskalandi, en næstu móttökulönd á lista yfir fjölda voru Ítalía og Frakkland.
Fleiri fréttir

Sjá meira