Erlent

Minniháttar fækkun hælisleitenda í ríkjum ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Sex af hverjum tíu hælisleitendum sóttu um hæli í Þýskalandi.
Sex af hverjum tíu hælisleitendum sóttu um hæli í Þýskalandi. Vísir/AFP

Um 1,2 milljónir manna sóttu um hæli í aðildarríkjum Evrópusambandsins á árinu 2016 samkvæmt nýjum gögnum frá Eurostat. Um er að ræða minniháttar fækkun borið saman við árið 2015 þegar 1,26 milljónir manna sóttu um hæli.

Hælisleitendum fækkaði allra mest í Svíþjóð, en Svíar og Danir ákváðu að herða landamæraeftirlit eftir gríðarlega aukningu hælisleitenda árið 2015.

Fækkunin í Svíþjóð nam 86 prósentum milli ára, 84 prósent í Finnlandi og 71 prósent í Danmörku. Í tölum Eurostat kemur jafnframt fram að fækkunin hafi numið 89 prósent í Noregi.

Meirihluti hælisleitenda kom frá Sýrlandi, en annars voru algengustu upprunalönd hælisleitenda Afganistan og Írak.

Sex af hverjum tíu hælisleitendum sóttu um hæli í Þýskalandi, en næstu móttökulönd á lista yfir fjölda voru Ítalía og Frakkland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira