Fótbolti

Man Utd fer til Belgíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
United tryggði sér sæti í 8-liða úrslitunum með 1-0 sigri á Rostov í gær.
United tryggði sér sæti í 8-liða úrslitunum með 1-0 sigri á Rostov í gær. vísir/getty

Manchester United mætir Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

United er eina enska liðið sem er eftir í Evrópudeildinni. Belgía á hins vegar tvo fulltrúa; Anderlecht og Genk sem mætir Celta Vigo.

Ajax mætir Schalke 04 og Lyon og Besiktas eigast við.

Fyrri leikirnir fara fram 13. apríl og þeir seinni 20. apríl.

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar:
Anderlecht - Man Utd
Celta Vigo - Genk
Ajax - Schalke
Lyon - BesiktasAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira