Viðskipti erlent

Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands gerist ritstjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Osborne var fjármálaráðherra í ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra á árunum 2010 til 2016.
Osborne var fjármálaráðherra í ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra á árunum 2010 til 2016. Vísir/AFP
George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur verið gerður að ritstjóra blaðsins London Evening Standard. Evgeny Lebedev, eigandi blaðsins, greindi frá þessu í morgun.

Í frétt Guardian er haft eftir Lebedev, sem einnig á Independent, að hann sé ánægður með að fá Osborne í stöðuna og að ráðningin styrki stöðu blaðsins.

Osborne tekur við ritstjórastöðunni af Sarah Sands sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2012.

Sands greindi frá því í janúar að hún myndi láta af stöðu ritstjóra Evening Standard til að taka við ritstjórastöðu Today á BBC Radio 4.

Osborne var fjármálaráðherra í ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra á árunum 2010 til 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×