Viðskipti erlent

Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands gerist ritstjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Osborne var fjármálaráðherra í ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra á árunum 2010 til 2016.
Osborne var fjármálaráðherra í ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra á árunum 2010 til 2016. Vísir/AFP

George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur verið gerður að ritstjóra blaðsins London Evening Standard. Evgeny Lebedev, eigandi blaðsins, greindi frá þessu í morgun.

Í frétt Guardian er haft eftir Lebedev, sem einnig á Independent, að hann sé ánægður með að fá Osborne í stöðuna og að ráðningin styrki stöðu blaðsins.

Osborne tekur við ritstjórastöðunni af Sarah Sands sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2012.

Sands greindi frá því í janúar að hún myndi láta af stöðu ritstjóra Evening Standard til að taka við ritstjórastöðu Today á BBC Radio 4.

Osborne var fjármálaráðherra í ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra á árunum 2010 til 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
0,63
11
131.700
ICEAIR
0,3
12
176.055
HAGA
0,24
3
43.012
SIMINN
0,23
1
8.620
REITIR
0,22
5
77.781

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-0,85
4
17.458
VOICE
-0,79
1
34.575
GRND
-0,68
18
209.599
N1
-0,59
1
13.825
VIS
-0,49
2
1.217