Viðskipti innlent

Stjórn N1 helst óbreytt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frestur til að skila inn framboði til stjórnar rann út í gær samkvæmt heimildum Vísis og komu engin ný framboð fram.
Frestur til að skila inn framboði til stjórnar rann út í gær samkvæmt heimildum Vísis og komu engin ný framboð fram. Vísir/Vilhelm
Sjálfkjörið verður í stjórn N1 á aðalfundi næsta þriðjudag og mun hún haldast óbreytt samkvæmt heimildum Vísis. Frestur til að skila inn framboði til stjórnar rann út í gær og það komu engin ný framboð fram.  

Stjórn N1 verður því áfram skipuð Margréti Guðmundsdóttur, sem er jafnframt formaður, Helga Magnússyni, Þórarni V. Þórarinssyni, Kristínu Guðmundsdóttur, og Jóni Sigurðssyni.  

Vísir greindi frá því nýverið að Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar N1, og félag í eigu eiginkonu Jóns Sigurðssonar, stjórnarmanns í N1, seldu hluta af bréfum sínum í félaginu á síðustu dögum febrúarmánaðar. Þannig seldi félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, samtals þrjár milljónir hluta þann 28. febrúar á genginu 133 krónur á hlut. Félagið Helgafell, sem Jón fer fyrir sem framkvæmdastjóri, hafði skömmu áður, eða 23. febrúar, selt í N1 fyrir 540 milljónir.


Tengdar fréttir

Helgi seldi bréf í N1

Fjárfestingarfélagið Hofgarðar, í eigu Helga Magnússonar fyrrverandi formanns Samtaka iðnaðarins og stjórnarmanns í N1, seldi í gær þrjár milljónir hluta í olíufélaginu. Félagið seldi á genginu 133 krónur á hlut og fékk því 399 milljónir króna fyrir bréfin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×