Formúla 1

Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Gárungar telja Ferrari líklegasta liðið til að mögulega velta Mercedes úr sessi í ár.
Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Gárungar telja Ferrari líklegasta liðið til að mögulega velta Mercedes úr sessi í ár. Vísir/Getty

Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað.

Helstu breytingarnar má sjá á myndum hér að neðan. Myndin breytist ef smellt er á örina í rauða boxinu efst í hægra horninu á myndinni.

Dekkin breikka um 25% sem mun auka vélrænt grip bílsins í samstarfi við breiðari bíl. Þær breytingar einar og sér munu skila talsverðri aukningu grips. Slíkt mun leiða til meiri hraða í beygjum, skemmri hemlunarvegalengdar fyrir beygjur og ökumenn geta gefið í fyrr eftir beygjur.

Framvængurinn breikkar um 15 sentimetra sem mun auka niðurtog vegna loftflæðis yfir bílinn talsvert. Framvængurinn er að miklu leyti notaður til að stýra loftflæðinu yfir bílinn og ákvarða hvar loftmassinn á að lenda þegar aftar kemur á bílnum. Breiðari framvængur gerir stjórnunina auðveldari.

Hákarlauggarnir eru ætlaðir til þess að stilla loftflæðið áður en það lendir á afturvængnum.

Loftdreifarinn (e. diffuser) sem situr aftast í gólfi bílsins er stækkaður talsvert frá því sem áður var. Hann er mikilvægur þáttur í því að auka niðurtog á bílinn.

Afturvængurinn hefur verið lækkaður um 15 sentimetra og breikkaður um 20. Allt miðar þetta að því að gera bílana grimmari í útliti og erfiðari í akstri.

Hvernig tókst til verður fyrst almennilega ljóst í fyrsta kappakstri tímabilsins sem fram fer helgina 24. - 26. mars. 


Tengdar fréttir

Bottas: Ég get unnið Hamilton

Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira