Erlent

Taka til fyrir heimsókn Guðna og Putins með því að rífa byggingar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessi bygging þótti ekki nógu góð fyrir Vladimir Putin og Guðna Th. Jóhannesson.
Þessi bygging þótti ekki nógu góð fyrir Vladimir Putin og Guðna Th. Jóhannesson. Vísir/Getty

Bæjaryfirvöld í Arkhangelsk í Rússlandi hafa látið rífa tvær byggingar sem voru í niðurníðslu fyrir væntanlega norðurslóðaráðstefnu sem þar fer fram í lok mánaðarins.

Vladimir Putin mun þar halda erindi og taka þátt í pallborði ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Í frétt Barents Observer segir að leið Pútin frá flugvellinum í Arkhangelsk muni liggja framhjá byggingunum sem voru rifnar og því hafi þurft að grípa til aðgerða en húsin litu mjög illa út.

Í fyrstu var fyrirhugað að fela byggingarnar með tjöldum en af ótilgreindum ástæðum þótti hentugra að rífa byggingarnar. Búist er við að um 800 gestir muni taka þátt í ráðstefnunni og vilja bæjaryfirvöld að bærinn líti sem best.

Ásamt Guðna og Pútin hefur forseti Finnlands, Sauli Niinistö, boðað komu sína auk utanríkisráðherra Danmerkur og Noregs en ráðstefnan hefst 30. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir

Guðni mun hitta Vladimir Putin

Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin munu báðir taka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu í borginni Arkhangelsk í Rússlandi í lok þessa mánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira