Erlent

Nóbelsskáldið Derek Walcott látinn

Derek Walcott kom frá Karíbahafseyjunni Sankti Lúsíu.
Derek Walcott kom frá Karíbahafseyjunni Sankti Lúsíu. Vísir/AFP

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Derek Walcott er látinn, 87 ára að aldri.

Walcott lést á heimili sínu á Karíbahafseyjunni Sakti Lúsíu eftir langvarandi veikindi.

Walcott hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1992 og ljóðaverðlaun TS Eliot árið 2011. Hann er af mörgum talinn fremstur rithöfunda ríkja í Karíbahafi.

Á meðal merkustu verka Walcott eru ljóðasafnið In A Green Night: Poems 1948-1960 og Omeros, sem byggir á verkum Hómers.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira