Körfubolti

Myndbandið hans Pálmars sýnt hjá Sameinuðu þjóðunum í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd sést hér í gangi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.
Mynd sést hér í gangi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Mynd/Marta Goðadóttir frá UN Women íslandi

Pálmar Ragnarsson hefur verið duglegur að fara nýjar leiðir í körfuboltaþjálfun sinni og hefur vakið mikla athygli fyrir það hér á Íslandi.

Nú eru þjálfunaraðferðir Pálmars komnar alla leið inn á borð hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.

Hugsjón Pálmars snýst meðal annars um að búa til betri einstaklinga um leið og gera strákana sína að betri körfuboltamönnum.

Hann setti saman myndband um það þegar hann fékk leikmann í meistaraflokki kvenna til að koma á æfingu hjá strákunum og hjálpa honum við að nota íþróttirnar til þess að kenna krökkum um kynjajafnrétti.

Stjarna myndbandsins er, auk strákanna sem Pálmar þjálfar í yngri flokkum KR, Perla Jóhannsdóttir sem er stigahæsti leikmaður kvennaliðs KR á þessu tímabili.

Íslenska landsnefndin hjá UN Women hefur sett inn myndbandið hans Pálmars sem var sýnt í Sameinuðu þjóðunum á dögunum og vakti mikla lukku. Myndbandið verður ekkert verra með enskum texta undir.

Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan og það er vissulega óhætt að óska Pálmari til hamingju með afar vel heppnað framtak sem getur verið upphafið að einhverju ennþá stærra og betra í framtíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira