Viðskipti innlent

Afnám hafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá blaðamannafundi þar sem afnám hafta var kynnt á sunnudaginn.
Frá blaðamannafundi þar sem afnám hafta var kynnt á sunnudaginn. Vísir/Eyþór

Matsfyrirtækið Moody‘s metur það sem svo að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans en þetta kemur fram í frétt fyrirtækisins frá því fyrr í dag og greint er frá á vef fjármálaráðuneytisins.

Fréttin er birt á vef ráðuneytisins í lauslegri þýðingu og segir þar meðal annars um afnám hafta:

„Með því voru send út skilboð um að efnahagslífið væri komið í eðlilegt horf eftir meira en átta ár frá hruni 90% af bankakerfinu. Þessi aðgerð er jákvæð fyrir lánshæfi vegna þess að Moody´s telur að þetta leiði til meiri beinnar fjárfestingar erlendis, svo sem fjárfestingar sem beinist að samkeppnishæfum og grænum orkulindum. Þótt ný fjárfesting væri ekki heft er líklegt að veruleg útgjöldum vegna umsýslu-kostnaðar af völdum haftanna hafi fælt fyrirtæki frá.“

Fréttina má sjá í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins og á ensku hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*