Fótbolti

Svona eru sigurlíkur liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Meistaradeildarbikarinn.
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty
Fólkið á bandarísku tölfræðisíðunni FiveThirtyEight keppist við að reikna út líkur á öllu mögulegu og ómögulegu og það kemur ekkert á óvart að búið sé að reikna út sigurlíkurnar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Dregið var í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag og upp úr pottinum komu fjórar mjög áhugaverðar viðureignir.

Samkvæmt útreikningum FiveThirtyEight þá verða það Atlético Madrid, Barcelona, Dortmund og Bayern sem komast áfram í undanúrslitin en Leicester City, Mónakó, Real Madrid og Juventus munu sitja eftir.

Mestar líkur eru á sigri Atlético Madrid á ensku meisturunum í Leicester City en minnstar líkur eru á því að Borussia Dortmund slái út Mónakó og að Bayern München slái út Evrópumeistara Real Madrid.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo er ekki alveg sammála þeim á FiveThirtyEight. Alexis hefur einnig reiknað út sigurlíkur liðanna í viðureignunum fjórum.

Alexis, betur þekktur sem Mister Chip, er sammála um að mestar líkur séu á sigri Atlético Madrid á ensku meisturunum í Leicester og þá teluir hann líka að Barcelona slái út ítölsku meistarana í Juventus.

Alexis telur aftur á móti að Real Madrid vinni Bayern München og að Mónakó vinni Borussia Dortmund.

Hér fyrir neðan má sjá sigurlíkur í þessum fjórum viðureignum hjá FiveThirtyEight og Mister Chip.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×