Erlent

Tókust ekki í hendur og þóttu vandræðaleg

Samúel Karl Ólason skrifar
Angela Merkel og Donald Trump í dag.
Angela Merkel og Donald Trump í dag. Vísir/EPA

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tókust ekki í hendur á þegar ljósmyndarar báðu um það. Þau þóttu einkar vandræðaleg en Merkel virtist biðja Trump um að taka í höndina á sér. Trump virðist hins vegar hafa hunsað hana eða ekki heyrt í henni, því hann svaraði ekki og hélt áfram að horfa beint áfram.

Trump gagnrýndi Merkel harðlega í kosningabaráttunni um forsetaembættið í fyrra og þau tvö eru ósammála um mörg stefnumál. Trump hefur sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“.

Veruleg töf var á sameiginilegum blaðamannafundi þeirra, sem átti að hefjast klukkan 17:20, en hófst ekki fyrr en 18:10.

Myndband af handabandinu sem átti sér ekki stað hefur farið víða um internetið og þykir til marks um að viðræður þeirra hafi verið harðorðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira