Erlent

Tókust ekki í hendur og þóttu vandræðaleg

Samúel Karl Ólason skrifar
Angela Merkel og Donald Trump í dag.
Angela Merkel og Donald Trump í dag. Vísir/EPA

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tókust ekki í hendur á þegar ljósmyndarar báðu um það. Þau þóttu einkar vandræðaleg en Merkel virtist biðja Trump um að taka í höndina á sér. Trump virðist hins vegar hafa hunsað hana eða ekki heyrt í henni, því hann svaraði ekki og hélt áfram að horfa beint áfram.

Trump gagnrýndi Merkel harðlega í kosningabaráttunni um forsetaembættið í fyrra og þau tvö eru ósammála um mörg stefnumál. Trump hefur sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“.

Veruleg töf var á sameiginilegum blaðamannafundi þeirra, sem átti að hefjast klukkan 17:20, en hófst ekki fyrr en 18:10.

Myndband af handabandinu sem átti sér ekki stað hefur farið víða um internetið og þykir til marks um að viðræður þeirra hafi verið harðorðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira