Enski boltinn

Bournemouth lagði Swansea sannfærandi | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Bournemout vann Swansea 2-0 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Alfie Mawson kom Bournemouth yfir með sjálfsmarki sínu á 31. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0.

Banik Afobe gulltryggði heimamönnum sigurinn með marki á 72. mínútu.

Bournemouth er með 33 stig um miðja deild en Swansea er í 17. sæti með 27 stig. Þremur stigum frá fallsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira