Enski boltinn

Bournemouth lagði Swansea sannfærandi | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Bournemout vann Swansea 2-0 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Alfie Mawson kom Bournemouth yfir með sjálfsmarki sínu á 31. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0.

Banik Afobe gulltryggði heimamönnum sigurinn með marki á 72. mínútu.

Bournemouth er með 33 stig um miðja deild en Swansea er í 17. sæti með 27 stig. Þremur stigum frá fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira