Enski boltinn

Leicester lagði West Ham í fimm marka leik | Everton skoraði fjögur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gleðin skín af leikmönnum Leicester á ný
Gleðin skín af leikmönnum Leicester á ný vísir/getty

Alls hófust fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15.

Englandsmeistarar Leicester City halda áfram að gera vel eftir knattspyrnustjóra skiptin og lögðu West Ham United 3-2 á útivelli.

Riyad Mahrez og Robert Huth komu Leicester í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik og Jamie Vardy kom liðinu í 3-1 þegar sjö mínútur voru til hálfleiks.

Everton vann öruggan sigur á Hull 4-0 þar sem Dominic Calvert-Lewin, Enner Valencia og Lukaku í tvígang skoruðu mörkin.

Úrslit dagsins:
Crystal Palace - Watford 1-0
Everton - Hull 4-0
Stoke City - Chelsea 1-2
Sunderland - Burnley 0-0
West Ham United - Leicester City 2-3
Fleiri fréttir

Sjá meira