Enski boltinn

Jafnt í stórleiknum í Manchester | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Manchester City og Liverpool skildu jöfn 1-1 í stórleiknum í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en James Milner kom Liverpool yfir á 51. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Sergio Agüero jafnaði metin á 69. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Kevin De Bruyne.

Michael Oliver dómari leiksins var í stóru hlutverki en bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Jafntefli hjálpar hvorugu liðinu mikið en bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn seint í leiknum.

Adam Lallana fékk besta færi leiksins fyrir Liverpool rétt áður en Agüero skaut yfir af stuttu færi þegar skammt var eftir.

Manchester City er í þriðja sæti deildarinnar með 57 stig. Liverpool er með stigi minna í sætinu á eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira