Enski boltinn

Jafnt í stórleiknum í Manchester | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Manchester City og Liverpool skildu jöfn 1-1 í stórleiknum í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en James Milner kom Liverpool yfir á 51. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Sergio Agüero jafnaði metin á 69. mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Kevin De Bruyne.

Michael Oliver dómari leiksins var í stóru hlutverki en bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Jafntefli hjálpar hvorugu liðinu mikið en bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn seint í leiknum.

Adam Lallana fékk besta færi leiksins fyrir Liverpool rétt áður en Agüero skaut yfir af stuttu færi þegar skammt var eftir.

Manchester City er í þriðja sæti deildarinnar með 57 stig. Liverpool er með stigi minna í sætinu á eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira