Fótbolti

Real Madrid með fimm stiga forystu á toppnum

Benzema fagnar marki sínu
Benzema fagnar marki sínu vísir/getty

Real Madrid lagði Athletic Club 2-1 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Real er því komið með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

Karim Benzema skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 25. mínútu en Aduriz jafnaði metin á 65. mínútu.

Casemiro tryggði Real Madrid sigurinn aðeins þremur mínútum síðar en Cristiano Ronaldo lagði bæði mörk Real upp.
Fleiri fréttir

Sjá meira