Fótbolti

Real Madrid með fimm stiga forystu á toppnum

Benzema fagnar marki sínu
Benzema fagnar marki sínu vísir/getty

Real Madrid lagði Athletic Club 2-1 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Real er því komið með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

Karim Benzema skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 25. mínútu en Aduriz jafnaði metin á 65. mínútu.

Casemiro tryggði Real Madrid sigurinn aðeins þremur mínútum síðar en Cristiano Ronaldo lagði bæði mörk Real upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira