Erlent

„Ég er ekki einangrunarsinni“

Samúel Karl Ólason skrifar
Angela Merkel og Donald Trump.
Angela Merkel og Donald Trump. Vísir/EPA

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sneiddu fram hjá helstu deilumálum þeirra á fyrsta sameiginlega blaðamannafundi þeirra í kvöld. Trump ítrekaði stuðning sinn við Atlantshafsbandalagið en sagði mikilvægt að önnur ríki ættu að auka fjárútlát sín til bandalagsins svo þær samsvari reglum þess.

Merkel ræddi hins vegar um mikilvægi Evrópusambandsins, en Trump hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðun Breta að yfirgefa sambandið. Hún sagðist ávalt hafa litið á velgengni Þýskalands sem hluta af einungis og samþættingu Evrópu.

Einungis fimm ríki setja tvö prósent af landsframleiðslu sinni í NATO. Bandaríkin með 3,61 prósent. Grikkland með 2,38 prósent. Bretland með 2,21 prósent. Eistland með 2,16 prósent og Pólland með tvö prósent. Merkel hefur þó sagt að Þýskaland muni auka fjárútlát sín til NATO á næstu árum.

Trump ræddi sagði einnig að hann væri ekki einangrunarsinni. Hann trúði ekki á slíkar stefnur, heldur trúði hann á frjáls viðskipti, en í senn sanngjörn viðskipti.

Hann sagði viðskiptasamninga Bandaríkjanna hafa reynst ríkinu illa og sagði blaðamanninn sem spurði hann út í stefnumál Bandaríkjanna greinilega hafa verið að lesa falskar fréttir.

Merkel ræddi hins vegar um mikilvægi Evrópusambandsins, en Trump hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðun Breta að yfirgefa sambandið. Hún sagðist ávalt hafa litið á velgengni Þýskalands sem hluta af einungis og samþættingu Evrópu.

Þegar hún var spurð út í viðhorf sitt gagnvart stjórnunarháttum Trump sagði hún ljóst að bæði hún og hann hefðu verið kosin til að hafa hug sinna ríkja í huga.

Síðan þyrftu þau að finna málamiðlun sem hagnast báðum aðilum.

Trump grínaðist um að hann og Merkel „ættu allavega kannski minnst eitt sameiginlegt“. Það væri að þau hefðu bæði verið hleruð af ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Þar var hann að vísa til fregna frá árinu 2014 um að Bandaríkin hefðu hlerað símtöl Merkel og eigin ásakana, sem engar sannanir hafa fundist fyrir, um að Obama hefði fyrirskipað hleranir í Trump-turni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira