Fótbolti

Barcelona fylgir Real Madrid eins og skugginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Messi skorar seinna mark sitt í kvöld.
Messi skorar seinna mark sitt í kvöld. vísir/getty

Barcelona lagði Valencia 4-2 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld á heimavelli.

Eliaquim Mangala kom Valencia yfir með skalla á 29. mínútu. Luis Suarez jafnaði metin á 35. mínútu eftir sendingu frá Neymar úr innkasti.

Lionel Messi kom Barcelona yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en Valencia tók miðju, brunaði í sókn og úr henni skoraði Munir og staðan í hálfleik 2-2.

Messi kom Barcelona yfir öðru sinni á 52. mínútu en það var svo á 89. mínútu að André Gomes gerði út um leikinn eftir góðan undirbúning Neymar.

Barcelona er í öðru sæti deildarinnar með 63 stig, tveimur stigum á eftir Real Madrid sem á leik til góða. Valencia er í 14. sæti með 30 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira