Viðskipti innlent

Sjá um flutninga fyrir Secret Solstice

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán

TVG-Zimsen hefur samið um að sjá um alla flutninga fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina sem haldin verður dagana 16. til 18. júní í Reykjavík. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og mun fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna koma þar fram.

„Það er mikill heiður að á ganga til samstarfs við Secret Solstice hátíðina. Secret Solstice hefur farið ört stækkandi síðan hún var haldin fyrst árið 2014. TVG-Zimsen mun annast alla flutninga, tollamál og fleira sem fellur til fyrir hátíðina. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu af viðburðarflutningum um allan heim og er því vel í sveit sett til að styðja við bakið á hátíðinni hvað þessi mál varðar og tryggja að allar græjur og hlutir skili sér á réttum tíma sem er lykilatriði,“ segir Kristinn Kjernested, deildarstjóri þjónustu hjá TVG-Zimsen, í tilkynningu.

Meðal hljómsveita sem munu koma fram á hátíðinni eru Foo Fighters og The Prodigy.

TVG-Zimsen samdi einnig nýverið um að sjá um alla flutningsmiðlun fyrir Iceland Airwaves hátíðina sem fer fram í Reykjavík og á Akureyri í nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*