Viðskipti innlent

Sjá um flutninga fyrir Secret Solstice

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán

TVG-Zimsen hefur samið um að sjá um alla flutninga fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina sem haldin verður dagana 16. til 18. júní í Reykjavík. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og mun fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna koma þar fram.

„Það er mikill heiður að á ganga til samstarfs við Secret Solstice hátíðina. Secret Solstice hefur farið ört stækkandi síðan hún var haldin fyrst árið 2014. TVG-Zimsen mun annast alla flutninga, tollamál og fleira sem fellur til fyrir hátíðina. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu af viðburðarflutningum um allan heim og er því vel í sveit sett til að styðja við bakið á hátíðinni hvað þessi mál varðar og tryggja að allar græjur og hlutir skili sér á réttum tíma sem er lykilatriði,“ segir Kristinn Kjernested, deildarstjóri þjónustu hjá TVG-Zimsen, í tilkynningu.

Meðal hljómsveita sem munu koma fram á hátíðinni eru Foo Fighters og The Prodigy.

TVG-Zimsen samdi einnig nýverið um að sjá um alla flutningsmiðlun fyrir Iceland Airwaves hátíðina sem fer fram í Reykjavík og á Akureyri í nóvember.
Fleiri fréttir

Sjá meira