Fótbolti

Aftur markavika hjá Alberti og níu mörk á árinu 2017

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson Vísir/Getty

Albert Guðmundsson skorar nánast í hverjum leik með unglingaliði PSV Eindhoven í hollensku b-deildinni og íslenski unglingalandsliðsmaðurinn bætti við einu marki í kvöld.

Albert skoraði fyrsta mark PSV-liðsins í 3-0 sigri á Helmond Sport en hann skoraði þrennu í sigri á FC Eindhoven fyrir aðeins fjórum dögum.

Þetta er önnur svona markavika hjá stráknum eftir áramót því Albert skoraði fimm mörk í tveimur leikjum með fjögurra daga millibili í febrúar.

Albert hefur nú skorað 13 mörk í hollensku b-deildinni á þessu tímabili þar af níu þeirra á árinu 2017.

Albert er á leiðinni til móts við íslenska 21 árs landsliðið á næstunni en hann var ekki valinn í íslenska A-landsliðið að þessu sinni. Albert lék sinn fyrsta A-landsleik í Kínamótinu í janúar.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira