Viðskipti innlent

Þóknanir hlaupa á þremur milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Veltan hljóp á 193 milljörðum króna.
Veltan hljóp á 193 milljörðum króna.

Með hækkandi fasteignaverði hefur þóknun sem greiðist til fasteignasala landsins farið hækkandi. Á síðustu sex mánuðum má áætla að þóknun til fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu hafi numið um þremur milljörðum króna. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, telur að miðað við hve margir vinni í faginu sé þetta þó ekki há tala. Sökum fárra eigna sé nú samdráttur í sölu hjá mörgum fasteignasölum.

Frá september til febrúarloka nam fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4.210 samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Á tímabilinu nam veltan 193,2 milljörðum króna og var því meðalsamningur metinn á 45,9 milljónir. Að jafnaði nemur þóknun til fasteignasala um 1,5 prósentum af kaupverði og má því á ætla að 2.897,9 milljónir króna hafi verið greiddar í þóknun á tímabilinu. Tæplega nítíu fasteignasölur starfa á höfuðborgarsvæðinu og má því áætla að hver fasteignasala hafi að jafnaði fengið 32,2 milljónir í þóknun á tímabilinu, eða rúmlega fimm milljónir á mánuði.

Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. Mynd/Eignamiðlun

Kjartan Hallgeirsson telur að miðað við hve margir vinni í faginu sé þetta ekki há tala. „Dreifingin er ansi mikil á þessum þóknunum, ef þú skoðar þetta sem tímagjald þá eru þetta aldrei háar tölur."

Kjartan segir að þóknanir vegna lítilla eigna hafi hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Þóknanir hafa verið hærri samhliða aukinni veltu, en sökum færri eigna á sölu undanfarna mánuði hafi þær dregist saman. Kjartan segir að áhrif þess muni birtast í veltutölum Þjóðskrár Íslands á næstu mánuðum. „Þetta tengist auðvitað bara veltu þannig að þegar er meiri velta eru auðvitað hærri þóknanir. En þetta er eins og fiskiskip sem siglir áfram, stundum ertu að fá meiri afla og stundum minni og það þarf að fá jafnvægi.“

„Það eru miklu færri eignir að seljast núna, þannig að það er samdráttur í sölu hjá fasteignasölum. Þó að sé auðvelt að selja eru færri eignir til sölu og fjöldi fasteignasala til staðar og þar af leiðandi eru tekjurnar minni fyrir þá sem eru að vinna í þessu.“ 

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*