Viðskipti innlent

S&P hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Samúel Karl Ólason skrifar
Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson seðlabankastjórar.
Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson seðlabankastjórar. Vísir/Vilhelm

Matsfyrirtækið Standard & Poors tilkynnti nú í kvöld að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands hefði verið hækkuð. Hún er nú A/A-1 og eru horfur sagðar vera stöðugar. Í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem sjá má á vef Fjármálaráðuneytisins, segir að ástæða hækkunarinnar sé afnám fjármagnshafta og samningar við aflandskrónueigendur.

Fyrirtækið segir það hafa leitt til minni líkna á óhagstæðri greiðslujafnaðarþróun og það ætti að styrkja aðgengi innlendra aðila að erlendum fjármálamörkuðum. Þá segir í tilkynningunni að aðgerðirnar ættu að laða fleiri erlenda fjárfesta til landsins og bæta sveigjanleika peningastefnunnar.

Enn fremur segir að fjöldi ferðamanna hér á landi hafi gert Seðlabankanum kleift að byggja upp mikinn gjaldeyrisforða og það spili stóra rullu í að hægt hafi verið að grípa til aðgerða vegna haftanna.

S&P hefur einnig hækkað hagvaxtarspá sína varðandi Ísland úr þremur prósentum í 3,5 prósent. Líkt og í fyrra telur fyrirtækið að hann verði borinn uppi af vexti í ferðamennsku og innlendri eftirspurn. Hins vegar segir í tilkynningunni að möguleiki sé á ofhitnun í hagkerfinu.


Tengdar fréttir

Afnám hafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Moody‘s metur það sem svo að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans en þetta kemur fram í frétt fyrirtækisins frá því fyrr í dag og greint er frá á vef fjármálaráðuneytisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*