Erlent

Skotinn til bana á Orly-flugvelli eftir að hafa tekið vopn af hermanni

Birgir Olgeirsson skrifar
Orly er næst stærsti flugvöllur Parísar.
Orly er næst stærsti flugvöllur Parísar. Vísir/EPA
Karlmaður var skotinn til bana á Orly-flugvellinum í París eftir að hafa tekið skotvopn af hermanni í morgun.

Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að nokkur svæði á flugvellinum hafi verið rýmd og fengu þeir sem biðu eftir að koma með flugi ekki að fara inn í flugstöðina í einhvern tíma.

Öryggisverðir leita nú í flugstöðinni ásamt sprengjusérfræðingum á þessum næst stærsta flugvelli Parísar. Hefur lögreglan varað fólk við því að fara ekki inn fyrir þær lokanir sem hafa verið settar upp vegna atviksins.

Í síðasta mánuði var karlmaður skotinn á Louvre-safninu í París eftir að hafa veist að hermönnum vopnaður hnífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×