Erlent

Skotinn til bana á Orly-flugvelli eftir að hafa tekið vopn af hermanni

Birgir Olgeirsson skrifar
Orly er næst stærsti flugvöllur Parísar.
Orly er næst stærsti flugvöllur Parísar. Vísir/EPA

Karlmaður var skotinn til bana á Orly-flugvellinum í París eftir að hafa tekið skotvopn af hermanni í morgun.

Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að nokkur svæði á flugvellinum hafi verið rýmd og fengu þeir sem biðu eftir að koma með flugi ekki að fara inn í flugstöðina í einhvern tíma.

Öryggisverðir leita nú í flugstöðinni ásamt sprengjusérfræðingum á þessum næst stærsta flugvelli Parísar. Hefur lögreglan varað fólk við því að fara ekki inn fyrir þær lokanir sem hafa verið settar upp vegna atviksins.

Í síðasta mánuði var karlmaður skotinn á Louvre-safninu í París eftir að hafa veist að hermönnum vopnaður hnífi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira