Körfubolti

Þrenna og met hjá Harden | Myndbönd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Harden hefur verið í banastuði í vetur.
Harden hefur verið í banastuði í vetur. vísir/getty

Átta leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. James Harden leikmaður Houston Rockets setti met þrátt fyrir tap.

Harden ná þrefaldri tvennu þegar Rockets tapaði fyrir New Orleans Pelicans 128-112 á útivelli. Harden skoraði 41 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta var í sjötta sinn á leiktíðinni sem Harden nær þrennu þegar hann skorar 40 stig eða meira. Það hefur enginn áður gert í NBA deildinni.

DeMarcus Cousins lék ekki með Pelicans vegna meiðsla en það var Solomon Hill sem stal senunni í leiknum. Hill hafði fyrri leikinn skorað 6,5 stig að meðaltali í leik en fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig. Anthony Davis skoraði 24 stig og tók 15 fráköst fyrir Pelicans.

John Wall setti persónulegt met þegar hann gaf 20 stoðsendingar í sigri Washington Wizards á Chicago Bulls.

Úrslit næturinnar:
Philadelphia 76ers – Dallas Mavericks 116-74
Washington Wizards – Chicago Bulls 112-107
Brooklyn Nets – Boston Celtics 95-98
Detroit Pistons – Toronto Raptors 75-87
New Orleans Pelicans – Houston Rockets 128-112
Miami Heat – Minnesota Timberwolves 123-105
Phoenix Suns – Orlando Magic 103-109
Los Angeles Lakers – Milwaukee Bucks 103-107

NBAFleiri fréttir

Sjá meira