Körfubolti

Þrenna og met hjá Harden | Myndbönd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Harden hefur verið í banastuði í vetur.
Harden hefur verið í banastuði í vetur. vísir/getty

Átta leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. James Harden leikmaður Houston Rockets setti met þrátt fyrir tap.

Harden ná þrefaldri tvennu þegar Rockets tapaði fyrir New Orleans Pelicans 128-112 á útivelli. Harden skoraði 41 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta var í sjötta sinn á leiktíðinni sem Harden nær þrennu þegar hann skorar 40 stig eða meira. Það hefur enginn áður gert í NBA deildinni.

DeMarcus Cousins lék ekki með Pelicans vegna meiðsla en það var Solomon Hill sem stal senunni í leiknum. Hill hafði fyrri leikinn skorað 6,5 stig að meðaltali í leik en fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig. Anthony Davis skoraði 24 stig og tók 15 fráköst fyrir Pelicans.

John Wall setti persónulegt met þegar hann gaf 20 stoðsendingar í sigri Washington Wizards á Chicago Bulls.

Úrslit næturinnar:
Philadelphia 76ers – Dallas Mavericks 116-74
Washington Wizards – Chicago Bulls 112-107
Brooklyn Nets – Boston Celtics 95-98
Detroit Pistons – Toronto Raptors 75-87
New Orleans Pelicans – Houston Rockets 128-112
Miami Heat – Minnesota Timberwolves 123-105
Phoenix Suns – Orlando Magic 103-109
Los Angeles Lakers – Milwaukee Bucks 103-107

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira