Fótbolti

Jafntefli í fyrsta leik Sigurðar Ragnars í Kína

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sigurður Ragnar fyrir leikinn í gær
Sigurður Ragnar fyrir leikinn í gær mynd/facebook

JS Suning sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfar gerði 1-1 jafntefli við Shanghai á útivelli í fyrsta leik sínum í kínversku ofurdeildinni í fótbolta kvenna í gær.

Isabell Herlovsen skoraði kom JS Suning yfir með glæsilegu marki í fyrri hálfleik en JS Suning var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Shanghai sem lenti í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð var aftur á móti sterkara liðið í seinni hálfleik og náði að jafna leikinn.

Daði Rafnsson er aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars hjá kínverska liðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira