Fótbolti

Jafntefli í fyrsta leik Sigurðar Ragnars í Kína

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sigurður Ragnar fyrir leikinn í gær
Sigurður Ragnar fyrir leikinn í gær mynd/facebook

JS Suning sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfar gerði 1-1 jafntefli við Shanghai á útivelli í fyrsta leik sínum í kínversku ofurdeildinni í fótbolta kvenna í gær.

Isabell Herlovsen skoraði kom JS Suning yfir með glæsilegu marki í fyrri hálfleik en JS Suning var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Shanghai sem lenti í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð var aftur á móti sterkara liðið í seinni hálfleik og náði að jafna leikinn.

Daði Rafnsson er aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars hjá kínverska liðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira