Enski boltinn

Upphitun fyrir enska boltann

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Þrír leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og eru þeir allir í beinni á Stöð 2 Sport HD.

Middlesbrough og Manchester United ríða á vaðið klukkan 12 og er óhætt að lofa mörkum. Manchester United hefur skorað í 14 útileikjum í röð gegn Middlesbrough er ekki líklegt að það taki enda í dag.

Manchester United getur lyft sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigri en liðið er sem stendur í því sjöunda eftir að Everton lyfti sér upp í sjötta sæti í gær. Middlesbrough er í næst neðsta sæti.

Í öðrum leik dagsins tekur sjóðandi heitt lið Tottenham á móti Southampton. Þar er ekki síður óhætt að lofa mörkum.

Southampton hefur aðeins einu sinni haldið hreinu í 25 síðustu heimsóknum sínum á White Hart Lane.

Tottenham er í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins og Southampton í því tíunda.

Veislunni lýkur með stórleik Manchester City og Liverpool. Upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 16.10.

Liverpool sem er í fjórða sæti deildarinnar hefur skorað mest allra liða, 60 mörk. Manchester City er í þriðja sæti en Liverpool hefur haft gott tak á City og unnið fjóra leiki liðanna í röð.

Liverpool hefur skorað í 12 leikjum í röð gegn City og því allt sem bendir til þess að skorað verði í öllum leikjum dagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira