Enski boltinn

Upphitun fyrir enska boltann

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þrír leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og eru þeir allir í beinni á Stöð 2 Sport HD.

Middlesbrough og Manchester United ríða á vaðið klukkan 12 og er óhætt að lofa mörkum. Manchester United hefur skorað í 14 útileikjum í röð gegn Middlesbrough er ekki líklegt að það taki enda í dag.

Manchester United getur lyft sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigri en liðið er sem stendur í því sjöunda eftir að Everton lyfti sér upp í sjötta sæti í gær. Middlesbrough er í næst neðsta sæti.

Í öðrum leik dagsins tekur sjóðandi heitt lið Tottenham á móti Southampton. Þar er ekki síður óhætt að lofa mörkum.

Southampton hefur aðeins einu sinni haldið hreinu í 25 síðustu heimsóknum sínum á White Hart Lane.

Tottenham er í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins og Southampton í því tíunda.

Veislunni lýkur með stórleik Manchester City og Liverpool. Upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 16.10.

Liverpool sem er í fjórða sæti deildarinnar hefur skorað mest allra liða, 60 mörk. Manchester City er í þriðja sæti en Liverpool hefur haft gott tak á City og unnið fjóra leiki liðanna í röð.

Liverpool hefur skorað í 12 leikjum í röð gegn City og því allt sem bendir til þess að skorað verði í öllum leikjum dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×