Enski boltinn

Wenger búinn að ákveða framtíð sína hjá Arsenal

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Arsenal tapaði 3-1 fyrir West Brom í ensku úrvalsdeildnni í gær og fékk Arsene Wenger það óþvegið frá stuðningsmönnum Arsenal fyrir, á meðan leik stóð og eftir leik.

Margir stuðningsmenn Arsenal vilja að hann hætti með félagið í lok tímabils og leigðu einhverjir þeirra flugvél sem flaug með borða með skilaboðunum; engan samning. Wenger út.

Annar hópur stuðningsmanna leigði aðra flugvél sem sýndi allt önnur skilaboð eða; við treystum Arsene. Virðum Arsene Wenger.

Wenger hefur verið sagður í samningaviðræðum við eigendur Arsenal en slakur árangur liðsins að undanförnu þar sem liðið hefur fallið úr Meistaradeildinni með skömm og er ekki í Meistaradeildarsæti í deildinni þegar langt er liðið á tímabilið, hefur aukið pressuna á honum og sífellt stærri hópur stuðningsmanna liðsins segja nú sé komið gott.

Þessi umræða hefur ekki farið framhjá Wenger og sagði hann á blaðamannafundi eftir leikinn í gær að hann sé búinn að ákveða hvað hann geri að loknu tímabilinu.

„Ég veit hvað ég geri í minni nánustu framtíð. Þið fáið að vita það fljótt,“ sagði Wenger á blaðamannafundinum.

„Við höfum ekki sérstakar áhyggjur af því. Við erum að fara í gegnum verri kafla en við höfum áður gert síðustu 20 árin og það skiptir miklu máli fyrir mína framíð.“

Arsenal hefur tapað fjórum af síðustu deildarleikjum sínum. Það gerðist síðast í apríl 1995. Þá var Stewart Houston knattspyrnustjóri liðsins. Wenger tók við liðinu í september 1996.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira