Sport

Sjáðu hvernig Gunnar hengdi Jouban í London | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson með Jouban í gólfinu.
Gunnar Nelson með Jouban í gólfinu. mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttir

Gunnar Nelson vann annan sigur sinn í röð innan UFC þegar hann rústaði Alan Jouban á bardagakvöldi í O2-höllinni í London í kvöld.

Gunnar afgreiddi Jouban með hengingartaki í annarri lotu eftir að kýla hann kaldan. Jouban átti aldrei séns í bardagnum en frammistaðan var ein sú besta á ferli Gunnars.

Sóllilja Baltasarsdóttir var í besta sætinu í húsinu með myndavélina fyrir Mjölni og 365 en hún tók þessar mögnuðu myndir af bardaganum sem má sjá hér að neðan.

Gunnar var að snúa aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru en hann vann Albert Tumenov í Rotterdam á síðasta ári.

Gunnar Nelson gengur inn í búrið. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
Gunnar situr rólegur fyrir bardagann. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
Jouban svekktur. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
Sigur! mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira