Innlent

Brotist inn í verslun í nótt og fatnaði stolið

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot í verslun í austurborginni í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot í verslun í austurborginni í nótt. Vísir/Getty

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot í verslun í austurborginni í nótt. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en fatnaði var rænt úr versluninni. Tilkynnt var um innbrotið á fimmta tímanum í nótt.

Lögregla handtók einnig farþega leigubíls sem neitaði að greiða fargjaldið og hótaði bílstjóra með ætluðu eggvopni á sjötta tímanum í morgun, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Farþeginn var fluttur í fangageymslu við Hverfisgötu.

Þá var sautján ára drengur sömuleiðis handtekinn og vistaður í fangageymslu eftir að óskað var eftir aðstoð lögreglu að húsi í austurbænum um þrjúleytið. Í dagbók lögreglu segir að heimilismenn þar hafi átt í átökum og var einn þeirra handtekinn vegna frekari rannsóknar málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira