Körfubolti

Aftur 40 stig og þrenna hjá Harden | Myndbönd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Harden hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur.
Harden hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur. vísir/getty

Átta leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt og enn og aftur stendur James Harden upp úr.

Houston Rockets lagði Denver Nuggets 109-105 á útivelli. Harden fór að venju á kostum í liði Rockets og náði sinni 15 þreföldu tvennu á tímabilinu og þar af þeirri sjöundu þegar hann skorar 40 stig eða meira.

Harden bætti því eigið met þegar hann skoraði 40 stig til viðbótar við að taka 10 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Enginn annar hefur náð sjö þrennum á einu á sama tímabilinu í leikjum þar sem hann skorar 40 stig eða meira.

Stephen Curry fann fjölina sína á ný þegar hann skoraði 28 stig fyrir Golden State Warriors sem vann öruggan sigur á Milwukee Bucks. Curry hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Meistarar Cleveland Cavaliers hvíldu LeBron James og Kyrie Irving og fyrir vikið steinlá liðið á útivelli gegn Los Angeles Clippers.

Öll úrslit næturinnar:
Oklahoma City Thunder – Sacramento Kings 110-94
Atlanta Hawks – Portland Trail Blazers 97-113
Charlotte Hornets – Washington Wizards 98-93
Los Angeles Clippers – Cleveland Cavaliers 108-78
Chicago Bulls – Utah Jazz 95-86
Memphis Grizzlies – San Antonio Spurs 104-96
Denver Nuggets – Houston Rockets 105-109
Golden State Warriors – Milwaukee Bucks 117-92

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira