Lífið

Svona var stemningin á árshátíð 365 í Kaplakrika

Bjarki Ármannsson skrifar
Uppistandarinn Ari Eldjárn og tónlistarmaðurinn Mugison stigu á svið og skemmtu starfsmönnum fyrirtækisins.
Uppistandarinn Ari Eldjárn og tónlistarmaðurinn Mugison stigu á svið og skemmtu starfsmönnum fyrirtækisins. Vísir/Andri Marinó

Það var líf og fjör á árshátíð 365 sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. Uppistandarinn Ari Eldjárn og tónlistarmaðurinn Mugison stigu á svið og skemmtu starfsmönnum fyrirtækisins.

Meðfylgjandi myndir, sem Andri Marinó, ljósmyndari Vísis tók, fanga stemninguna vel.

Nokkrar fréttakonur 365 sitja fyrir í góðu stuði. Vísir/Andri Marinó
Stjörnuljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson og Anna K. Ágústsdóttir. Vísir/Andri Marinó
Magnús Hlynur Hreiðarsson, hinn síkáti fréttamaður Stöðvar tvö, mætti hress með eiginkonunni Önnu Margréti Magnúsdóttur. Vísir/Andri Marinó
Ari Edwald, forstjóri MS og fyrrverandi forstjóri 365, Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365 og Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri 365 og nýr bæjarstjóri Akraness. Vísir/Andri Marinó
Blaðamannafeðginin Jakob Bjarnar Grétarsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir. Vísir/Andri Marinó
Þorkell Máni Pétursson og Hjörtur Hjartarson, skeleggir útvarpsmenn X-ins. Vísir/Andri Marinó
Hinn eini sanni Steindi Jr. ásamt kærustunni Sigrúnu Sigurðardóttur. Vísir/Andri Marinó
Ásgeir Kolbeinsson, Bryndís Hera Gísladóttir og Arnar Gunnlaugsson mættu í sínu fínasta. Vísir/Andri Marinó
Frosti Logason úr Harmageddon ásamt unnustunni Helgu Gabríelu Sigurðardóttur. Vísir/Andri Marinó
Mugison steig á svið. Vísir/Andri Marinó
Logi Bergmann Eiðsson mætti að sjálfsögðu upp á svið. Vísir/Andri Marinó
Ari Eldjárn grínisti kom viðstöddum til að hlæja. Vísir/Andri Marinó


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira