Lífið

Svona var stemningin á árshátíð 365 í Kaplakrika

Bjarki Ármannsson skrifar
Uppistandarinn Ari Eldjárn og tónlistarmaðurinn Mugison stigu á svið og skemmtu starfsmönnum fyrirtækisins.
Uppistandarinn Ari Eldjárn og tónlistarmaðurinn Mugison stigu á svið og skemmtu starfsmönnum fyrirtækisins. Vísir/Andri Marinó

Það var líf og fjör á árshátíð 365 sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. Uppistandarinn Ari Eldjárn og tónlistarmaðurinn Mugison stigu á svið og skemmtu starfsmönnum fyrirtækisins.

Meðfylgjandi myndir, sem Andri Marinó, ljósmyndari Vísis tók, fanga stemninguna vel.

Nokkrar fréttakonur 365 sitja fyrir í góðu stuði. Vísir/Andri Marinó
Stjörnuljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson og Anna K. Ágústsdóttir. Vísir/Andri Marinó
Magnús Hlynur Hreiðarsson, hinn síkáti fréttamaður Stöðvar tvö, mætti hress með eiginkonunni Önnu Margréti Magnúsdóttur. Vísir/Andri Marinó
Ari Edwald, forstjóri MS og fyrrverandi forstjóri 365, Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365 og Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri 365 og nýr bæjarstjóri Akraness. Vísir/Andri Marinó
Blaðamannafeðginin Jakob Bjarnar Grétarsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir. Vísir/Andri Marinó
Þorkell Máni Pétursson og Hjörtur Hjartarson, skeleggir útvarpsmenn X-ins. Vísir/Andri Marinó
Hinn eini sanni Steindi Jr. ásamt kærustunni Sigrúnu Sigurðardóttur. Vísir/Andri Marinó
Ásgeir Kolbeinsson, Bryndís Hera Gísladóttir og Arnar Gunnlaugsson mættu í sínu fínasta. Vísir/Andri Marinó
Frosti Logason úr Harmageddon ásamt unnustunni Helgu Gabríelu Sigurðardóttur. Vísir/Andri Marinó
Mugison steig á svið. Vísir/Andri Marinó
Logi Bergmann Eiðsson mætti að sjálfsögðu upp á svið. Vísir/Andri Marinó
Ari Eldjárn grínisti kom viðstöddum til að hlæja. Vísir/Andri MarinóFleiri fréttir

Sjá meira