Erlent

Handtekinn eftir sprengjuhótun við Hvíta húsið

Bjarki Ármannsson skrifar
Hvíta húsið í Washington D.C.
Hvíta húsið í Washington D.C. Vísir/Getty

Öryggisgæsla við Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum var hert í gærkvöldi eftir að bíll ók upp að hliði hússins og ökumaðurinn sagðist vera með sprengju í bílnum.

Ökumaðurinn var handtekinn og nokkrum götum í grennd við Hvíta húsið lokað.

Donald Trump Bandaríkjaforseti var ekki á staðnum heldur á golfklúbbi sínum í Flórída.
Fleiri fréttir

Sjá meira